Punkturinn yfir I. (ICESAVE)

 

Þá er loksins komið að þessu að vinstri menn komu með ICESAVELAUSNINA og núna á þjóðin að kvitta upp á 680 milljarða. Ég hafna þessu alfarið. Ríkið á ekki að veita ríkisábyrgð fyrir þessari upphæð. Ef eignir Landsbankans eru svona gríðarlega verðmætar ættu Bretar að geta tekið þær en ætli þær séu ekki verðlausar einsog allt annað í þessu árferði.

Ef þetta er eingöngu aðgöngumiði inn í ESB þá er hann dýrum dómi keyptur!!

Við eigum ekki að borga þessar skuldir. Vegna þess að við bárum enga ábyrgð á þeim. Ef Íslendingur ætlaði að fá yfirdráttarheimild hjá banka hér á landi þurfti hann að samþykkja það með sinni undirskrift og útvega sér ábyrgðarmann eða veðsetja fasteign sína fyrir því.

Hvar er mín undirskrift fyrir þessum gjörning. Sá spyr sem ekki veit!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband