Svartur vetur framundan

Já þetta verður svartur vetur hjá okkur, okkur tjá það að við búum í landi þar sem er nóg af tækifærum, við verðum bara að virkja þau. En hvernig á að vera hægt að virkja þau þegar ekkert skeður nema yfirgengilegar skattahækkanir.

Ég kem úr byggingageiranum og maður er búin að upplifa allt sem hægt er að upplifa gagnvart þessu hrun. En það ástand sem er í þeim geira er það versta sem ég hef upplifað og er ég búin að vera vinnandi í minni grein yfir tuttugu ár. Nú er staðann á fasteignamarkaðnum þannig að það lítur út fyrir að á Íslandi verði eitt risastórt félagslegt íbúðarkerfi. Er þá draumur margra jafnaðarmanna að rætast sem telja að þannig eigi íbúðarmál landsmanna að vera. En hvernig verður þá ástandið í byggingargeiranum? einsog staðann er núna lítur ekki út fyrir neina hreyfingu á fasteignamarkaðinum á næstunni jafnvel á næstu árum. Hvar eigum við virkja tækifærin þegar þeir sem eru við stjórnvölinn leggja sig aðallega fram við að setja fæturna fyrir flestar þær hugmyndir sem settar eru fram. Þeirra hugmyndafræði er aðallega sú að skattleggja allt þannig að það drepst áður en það fæðist.

Það lítur að vera þegar menn eru komnir í þessa stöðu þá er sókn besta vörnin en það er ekki að komast til skila hjá ráðamönum Íslands  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líka mikið um hálf kláraðar eignir í landinu. Sérstaklega hér á Suð-Vestur horninu. Ekki er það gott. Þetta er ekki það sem fólk vill sjá. En þetta er svolítið 2007. Það er nú bara svo.

En það er eins og að ráðamenn séu bara sofandi, algjörlega. Það er ekkert sem kemur frá þeim. Það finnst mér allavega liggja í augum uppi.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Skilaboð frá stjórnmálamanni: Kveikið kertaljós og hafið það rómó og verið jákvæð!

Kveðaj að  norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.10.2009 kl. 17:53

3 identicon

´´Utrásavíkíngar,   þar eru nokkrir sem sjaldan er talað um,   einn nefni eg nú,   fleiri seinna,    finnur Ingólfsson  frumherji og er að sýsla með nokkrum önnur fyrirtæki. Teindur xb og Sigmundi
 


einar og Benedikt sveinssinir,   n1 sjóvá, og margt fl,   sonur  ben heitir Bjarni og er xd

sverrir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband