Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
30.7.2009 | 16:16
Davíð talar og ríkistjórnin skelfur
Hvað er það sem veldur því að þeir sem eru fylgjandi ríkisflokkunum skjálfi á beinunum þegar Davíð Oddson talar, er það vegna þess að hann hefur rétt fyrir sér í þeim málum sem hann er að tala um. Maður sér Steingrím J. eldrauðan í viðtölum í sjónvarpi, Jóhanna talar bara um ESB hverskonar ríkisstjórn er þetta. Ég held að það sé komin tími fyrir þjóðstjórn til að taka til í okkar landi. Gera það sem þarf til að koma efnahagslífinu í gang og heimilunum. það sjá allir að við getum ekki verð með 50% þjóðarinnar á hausnum, stóran hluta á leið úr landi, sá hópur sem eftir stendur getur ekki haldið öllu upp hér á landi. hvernig á það fólk að standi undir rekstri þjóðfélagsins til að við getum lifað í þessu góða landi sem við búum í.
það virðist ekki breyta neinu hvaða flokkur er að stjórna okkar landi, þetta virðist vera þannig að menn reyni að koma sínu fólki að og hrekja þá í burtu sem þeim er illa við. Besta dæmið er um Davíð Oddsson og ekki gleyma hinum tveimur Seðlabankastjórunum sem voru látnir fara.
Ekki hefur verið mikil breyting hjá SeðlabanKanum síðan Davíð Oddson var setur af með lögum, og ef menn spá í það þá spyr maður hverskonar hatur er í garð Davíðs Oddssonar frá vinstri mönnum. Eða er þetta bara svona mikil minnimáttarkennd??
Enn einn góðan veðurdag mun þetta koma þeim um koll blessuðum mönnunum
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2009 | 01:34
Má finna dæmi örðum löndum
Hér er museum hér í Grimsby. Það er ekki stórt, en það búa hér 300.000 einsog á íslandi hvernig heldurðu að þeir myndu taka því að fara að borga 680.000 milljarða sem verða að 1.000 milljörðum og ábyrgjast það með að veðsetja allar eigur Grimsby þeir segja nei þeir menn og konur sem gera það verða skúrkar hjá þessu fólki, en þetta var spurning hjá mér við breskan mann og þetta var hans svar,en þeir sem stjórna Ísland hvað eru þeir þá??
þegar maður fer að skoða þetta með þessum manni sér maður hvað þetta er vitlaust og hvernig hann horfir á lífið þetta var mjög fróðlegt
Svona er Bretland í dag
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2009 | 20:29
Hver er að segja rétt í Icesavemálinu ?
það er deginum ljósara þegar maður spáir í Icesave að ráðamenn ætluðu ekki að fara dómsmálaleiðina.
Það er hver lögfræðingurinn búin að koma fram og lýsa sínum rökum með eða á móti. Við vitum ef maður fer til tíu lögfræðinga færðu tíu álit og hvað á þá að gera. Fer maður ekki í mál og fær dómsúrskurð. Eiga menn ekki að gera það í þessu máli?
Ráðamenn þjóðarinnar ætluðu að fara pólitísku leiðina, en því miður fyrir okkur þá voru sendir lélegustu samningamenn þjóðarinnar og stærstu mistök íslandssögunar orðin að veruleika.
Og hvað gera menn, þeir vilja veðsetja þjóðina einsog hún væri eitthvað einkafyrirtæki út í bæ.
Það væri gaman ef einhver gæti fært rök fyrir því að við værum ekki að veðsetja mikilvægar eignir ríkisins. Ég hef ekki séð nein almennileg rök um það.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2009 | 19:24
Framtíð okkar er ekki í góðum höndum
Það er ekki gott sem er að ske með undirritun Icesave skuldarinar, maður skilur ekki hvað vakir fyrir ráðamönnum þessara þjóða, að fullyrða að þetta sé eina leiðin og ef við gerum þetta ekki sé landið glatað, og með því færum við mörg ár aftur í tímann. Ég neita svona málflutningi. Við getum farið aðrar leiðir.
Hver er viðsnúningurinn í þessu máli hvernig stendur á því að ríkisstjórnin snúi við blaðinu og segir að við eigum að ábyrgjast Icesave þegar við erum með álit lögfræðinga sem segja að við þurfum ekki að borga!!!
Hefur ekkert verið að marka Steingrím J. Sigfússon Fjármálaráðherra og það sem hann segir og vitna ég í viðtöl sem hafa verið tíð við hann, svo á maður að treysta því sem þessi maður gerir eða þessi ríkisstjórn!!!
þjóðin er búin að lifa í þessu landi 1100 ár og það hefur gengið á ýmsu og við höfum náð miklum árangri í að gera þetta land það besta í heimi með miklum dugnaði og hörku
Við meikum ekki láta 35 aðila eyðileggja það sem við erum búin að gera fyrir þetta land.
Skuldir þjóðarinar eru verða c.a 105% af þjóðarframleiðslu og hver einasti maður sér að þetta er ekki framkvæmanlegt.
Við verðum að berjast og standa saman og ekki leyfa þeim að gera þetta við okkur
Hvar er þjóðarstoltið?????
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2009 | 21:02
Svartur dagur í Íslandssögunni.
Þá er búið að undirrita ICESLAVEreikninga. Þetta er svartur dagur í sögu okkar.
Ég las það í frétt að Steingrimur sagði fullreynt að ná sáttum í þessu máli.
Ég trúi því ekki að við hefðum ekki getað náð betri samningum og ég skil ekki hvernig hægt sé að fullyrða svona að við hefðum ekki getað fengið betri útkomu ef við hefðum reynt aðrar leiðir t.d dómsstóla leiðina.
Aflverju megum við ekki vita hvað stendur bakvið þetta t.d hvað með þessar eigur Landsbankans afhverju taka Bretar þær ekki upp í þetta. Ef þetta eru svona góðar eignir. Og hvernig er hægt að réttlæta það að láta 50 milljarða af okkar peningum liggja án vaxta inn á reikningi hjá Bretunum, ekki komust við upp það að borga enga vexti.
Að lokum vill ég minna þessa ríkisstjórn á, hvar eru loforðin um það að allt sé upp á borðinu og algjört gegnsæi í þeim málum sem okkur varða semsagt Íslensku þjóðarinnar.........?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)