4.6.2009 | 23:27
Er vinstri stjórn mistök?
Jæja þá sjáum við glæsilega lækkun stýrivaxta. Vinstri menn mæta í viðtöl og skilja ekkert í þessu. Þeir telja sig hafa látið Seðlabankanum í té öll þau gögn sem þeir þurftu til að lækka vextina.
Og hver er útkoman :
Ekki eru tillögunar góðar fyrst Seðlabankinn treysti sér ekki til lækka stýrivexti na um meira en 1%!!!!
Fyrirtækin í landinu eru að sligast undan þessari vaxtastefnu !!!!
Verkalýðsleiðtogar og forsvarsmenn atvinnurekanda eru að draga sig frá samningaborðinu !!!!!!
Fyrirtæki segja upp fólki !!!!
Það verður engin launahækkun!!!
Steingrímur boðar frekari hækkun skatta!!!!
Landið er að fara í miklu dýpri kreppu heldur en þurfti !!!!!
Hvað þurfa mörg fyrirtæki að fara á hausin til að vinstri menn vakni????
Og hvað mörg heimili þurfa mörg heimili að fara á hausin til að Jóhanna vakni??????
Er það vinstri stefnan sem getur komið okkur upp úr þessum öldudal?
Ég vona að þeim takist það, en þessi stefna hjá þeim virðist ekki vera að virka´.
Og tíminn er naumur.
Ef við eigum að komast upp úr þessu verðum við sækja fram og koma atvinnulífinu í gang. Íslenska þjóðin þarfnast þess að fá von og trú á framtíðina, þrátt fyrir þá erfiðleika sem við stöndum fram fyrir í dag. Ég kalla eftir framtíðarsýn.
Athugasemdir
Jæja..... það er ljóst að hægri björninn er vaknaður úr dvala. Hann sér að hans menn hafa komið landinu í eina verstu kreppu íslandssögunar, en viðkennir hann ábyrgð hægriflokkana á því hvernig statt er fyrir landinu, nei hann ræðst á vinstri stjórnina eins og hún sé hið illa afl sem þarf að drepa. Spyrjum að leikslokum segji ég
Þinn áskæri en óheilaþvegni bróðir.....
Ásgeir Helgi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 18:23
Já flott
Fannar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.