Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.10.2009 | 22:19
Svartur vetur framundan
Já þetta verður svartur vetur hjá okkur, okkur tjá það að við búum í landi þar sem er nóg af tækifærum, við verðum bara að virkja þau. En hvernig á að vera hægt að virkja þau þegar ekkert skeður nema yfirgengilegar skattahækkanir.
Ég kem úr byggingageiranum og maður er búin að upplifa allt sem hægt er að upplifa gagnvart þessu hrun. En það ástand sem er í þeim geira er það versta sem ég hef upplifað og er ég búin að vera vinnandi í minni grein yfir tuttugu ár. Nú er staðann á fasteignamarkaðnum þannig að það lítur út fyrir að á Íslandi verði eitt risastórt félagslegt íbúðarkerfi. Er þá draumur margra jafnaðarmanna að rætast sem telja að þannig eigi íbúðarmál landsmanna að vera. En hvernig verður þá ástandið í byggingargeiranum? einsog staðann er núna lítur ekki út fyrir neina hreyfingu á fasteignamarkaðinum á næstunni jafnvel á næstu árum. Hvar eigum við virkja tækifærin þegar þeir sem eru við stjórnvölinn leggja sig aðallega fram við að setja fæturna fyrir flestar þær hugmyndir sem settar eru fram. Þeirra hugmyndafræði er aðallega sú að skattleggja allt þannig að það drepst áður en það fæðist.
Það lítur að vera þegar menn eru komnir í þessa stöðu þá er sókn besta vörnin en það er ekki að komast til skila hjá ráðamönum Íslands
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2009 | 18:12
Þetta er illskunnar vegna
Núna eru vinstri menn búnir að samþyggja ICESAVE og þeir ljóta að vera stoltir af sér. Þá hlýtur lífið að batna til muna, er það ekki? Ég er ekki sannfærður um það, ég held að þetta verður erfitt hjá okkur næstu árin.
Ég er vonsvikin að sjálfstæðismenn skildu ekki sem einn segja nei. Við hvað eru Sjálfstæðismenn svona hræddir? Er ekki atkvæðinu betur varið hjá Framsókn, þeir stand fast við sína sannfæringu og hnikast ekki þótt móti blási.
Og þá að öðru en jafn brýnu málefni. Ef óreiðumenn geta stofnað fyrirtæki og skuldsett þau upp í rjáfur og látið þjóð sína borga brúsan!! Hvað þá með hin fyrirtækin? Á ríkið ekki að borga fyrir þau sem eru að verða komin í þrot, hvar eru mörkin. Er ríkið að mismuna fyrirtækjum? Eiga ekki öll fyrirtæki rétt á sömu fyrirgreiðslu? Og endar þetta ekki allt í einhverskonar málaferlum fram og til baka. Eitthvað sem við sjáum ekkert fyrir endan á.
Heimilunum eru að blæða út, hvar er velferðarbrúin, hvar er skjaldborgin sem var lofað í kosningunum? Er verið að vinna að einhverri lausn. Nei við getum ekki átt von á miklu því þingið er farið í frí. Já þetta er að verða skrítin staða hjá okkur, og manni finnst eins og fólk sé að gefast upp.Það er verið að fara í greiðsluverkfall, ég held að það sé komið að þeim tímapunkti að þessi þurfi ekki. Fólk á ekki fyrir skuldum og það skeður sjálfkrafa að fólk hættir að borga. Ef maður skoðar þetta nánar þá vill enginn vinna bara til að borga skuldir, það verður að vera vilji til þess að borga og ávinningur. þegar íbúðin er orðin yfirveðsett og það fæst ekkert uppí skuldir þá hætta menn að borga svo einfalt er það. Menn breyta því ekki nema að leiðrétta það, þá komum við aftur af því það á að borga skuldir óreiðumanna en ekki leiðrétta fyrir fólk sem hefur unnið hörðum höndum að kaupa sér þak yfir höfuðið, það er ekki létt að kaupa sér íbúð á Íslandi með tvær hendur tómar það vita allir.
Verðtryggingin og gengistryggðulánin eru að kollsteypa flestum heimilum landsins, það verður að afnema verðtrygginguna og leiðrétta gengistryggðu lánin straks.
En ég vona það innst inni að við komumst í gegnum þetta, en það sem maður sér í dag gerir mann ekki bjartsýnan á framtíðina og fyrir komandi kynslóðir.
GUÐ BLESSI ÍSLAND
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2009 | 00:53
Gerði ekki
Já gaman að lesa þessa frétt, ég hef verið á móti því að við Íslendingar borgum þessa skuld, fyrir glæpamenn þessara þjóðar. Ég vona að þessi gögn kom fram í dagsljósið sem fyrst og þingmenn okkar hafni þessari ríkisábyrgð
Þetta er einkabanki.
Gerði ekki kröfu um greiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2009 | 02:55
Upp gjöf í ICESAVE
Það á að gefa eftir ICESAVE það er orðið ljóst, ég trúi því ekki að menn gefist svona fljótt upp. Og VG að gefast upp fyrir spilingaflokknum þetta er ljóta út koman það er ekkert að marka neitt sem kemur frá VG.
Það er eflaust ekkert grín að vera með AGS og ESB á móti sér, en við verðum að standa í hárinu á þessum mönnum sem vilja knésetja ÍSLAND. Og svo vill þessi Ríkisstjórn fara í ESB með þessum þjóðum ég segi NEI TAKK
Svo vill ég minna þessa ríkisstjórn á þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu Icesave máli
þegar sömu menn vildu fá þjóðaratkvæðagreiðslu í Írakstríði og kárahnjúkum nú það voru stór mál á þeim tíma en Icesave hefur margfald meiri árif á landsmenn núna og ráðamenn vilja ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu furðulegt ekki satt !!!!
Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.7.2009 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2009 | 22:39
Sama skal jafnt yfir menn ganga
Það er ótrúegt að Gunnar I Birgisson skuli einn manna vera látin sæta ábyrgð. Síðan geti aðrir stjórnarmenn í Lífeyrisjóð Kópavogs einsog Flosi, ómar, Jón Júlíusson og Sigrún geti komist upp með það. EKKI BENDA Á MIG.
Þeir segjast ekki vita neitt, það hlýtur að vera krafa okkar að allir í stjórn sjóðsins verði látnir víkja eins og Gunnar á meðan rannsókn fer fram. Eins hlýtur það að segja sig sjálft að menn einsog t.d Ómar Stefánsson og Flosi Eiríksson víki sem bæjarfulltrúar í Kópavogi þeir hafa sýnt fram á það með sýnum yfirlýsingum að þeir séu á engan hátt hæfir til þessara starf. og myndi ég alveg vilja frá góða rannsókn á þeirra starfsháttum í gegnum tíðina. Held að það mætti velta um nokkrum steinum þar.
Það er svo skiljanlegt að Samfylkingin tekur enga ábyrgð frekar en venjulega, en ætlar Framsóknaflokkurinn í Kópavogi að fara sömu leið.
Þið kannist ekki við Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steinum.
Stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar
AÐALFULLTRÚAR
Ómar Stefánsson
Flosi Eiríksson http://www.kopavogur.is/index.php?option=com_content&task=view&id=118&Itemid=173
Vilja að Gunnar afsali sér biðlaunarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2009 | 13:57
Nú er það svart í Kópavogi eða hvað?
18.6.2009 | 21:51
Greiðslu-jafna húsin er það lausnin?
Hann stimplaði sig vel inn fyrrverandi húseigandinn á Álftanesinu. Þótt ég sé því ekki hlynntur að það eigi að skemma eigur annarra, þá get ég ekki annað en tekið ofan fyrir honum og var þetta sett fram á mjög táknrænan hátt. Þetta lýsir því hvernig fjölskyldunum líður orðið í þessu landi, reiðin og vanmáttur fólks eykst dag frá degi. Ég vona að þetta verði til þess að ráðamenn opni augun, en ég held að þeir horfi fram hjá þessu einsog öllu öðru hér. Það sést best á yfirlýsingum ráðamanna þegar þeir opna munninn virðist þeir ekki hafa neinar staðreyndir á hreinu samanber Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún vissi ekki að það vantaði allar eigur sem eru í frystingu inn í skýrslu Seðlabankans.
Bjöllusauðafylkingin á alþingi virðist samkvæmt þeirra þingmanni sem var í Íslandi í dag þann 18.06 2009 hafa ótakmarkaða samúð með þeim sem verða gjaldþrota en það verður engin skjaldborg um heimilin. það er að verða deginum ljósara.
Er þetta fólkið sem þið viljið treysta???
15.6.2009 | 21:17
Heimilin og fólkið
Já það er mikið í fréttum þessa dagana var að lesa frétt um að Staða heimilanna væri verri en rætt var um á þingi (fréttin er hér). Ég furða mig á hvernig Jóhanna forsætisráðherra getur komið fram og sagt að staða heimilina er ekki svo slæm, kona sem er með svona mikla reynslu í félagsmálum og setið svona lengi á þingi. Maður spyr sjálfan sig hvort hún búi í sama landi og ég, les hún ekki fréttir í blöðunum eða fer hún ekkert á bloggið. Þau félagasamtök sem starfa fyrir heimilin og aðstoða fólk hafa verið að ræða hvað mikið af fólki sé atvinnulaust og geti ekki borgað skuldir sínar. Svo er það blessuð verðbólgan, verðtryggingin, og erlendu lánin sem eru að kollsteypa heimilinum.
Það getur ekki verið erfitt að fá skýrslu um ástandið eins og það er!!!!!
Réttum heimilunum hjálparhönd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2009 | 13:09
Réttlætið mun sigra að lokum
Hvað þarf að gerast hjá þessari þjóð til að menn fari að skoða stöðu heimilina í alvöru, það er skrítið að ráðamenn þessara þjóðar eru búnir að viðurkenna að það þarf að gera eitthvað. En þeir hafa engin svör. Og á meðan blæðir heimilum út. Þeir verða að taka á þessu strax.
Svo er það ICESAVE ,maður fær hroll að hugsa um það mál, við verðum að fara að hugsa um hvað muni gerast ef við getum ekki borgað reikninginn, hvernig yrði ástandi þá. Það er bara talað um ef við borgum ekki
hvað muni gerast. Ef við borgum ekki er sagt að lánalínur lokist og við verðum útskrúfuð úr alþjóða samfélaginu, en það er alltaf talað um ef......
Ég hef ekki séð neitt sem bendir á að við verðum útskúfuð sem þjóð, hef ekki séð nein rök fyrir því.
Við eru bara 300.000 þúsund sem lifum á Íslandi. Fólk úti í hinum stóra heimi mun sjá að þessar álögur eru úti í hött.
Ég hlynntur því að leita dómsleiðina eða reyna að ná sáttum við Bretana um aðrar leiðir.
Ég er ekki að tala um að skella neinum hurðum á eftir okkur það verður að leysa þetta mál.
Og svo er gaman að sjá þessa stjörnulögfræðinga(útrásarlögfræðinga) vera að gagnrýna rannsóknina á bankahruninu hvað eru þessir menn hræddir við, eru þeir ekki saklausir, svo segja þeir í fjölmiðlum.
Við öll hljótum að fagna þessari rannsókn og það verður gaman að sjá hver niðurstaðan verður.
Ég er mjög óþolimóður að eðlisfari, ekkert myndi gleðja mig meira en það væri komin einhver dómur eða einhver væri búin að axla ábyrgð. En sem komið hefur verið lítið um að menn axli ábyrgð en sumir hafa verið látnir sæta ábyrgð. Vonandi fer þetta þó að breytast. Þótt það sé umtalað í þjóðfélaginu að dómsvaldið sé spillt, þá ef ég mikla trú á réttlætið muni að endingu sigra.
Réttlætið mun sigra, það þarf bara trúna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2009 | 11:53
Það er gott að búa í Kópavogi
Nú er nú meiri lætin í bæjarstjórn Kópavogs. það er verið að ræða málefni Gunnars I. Birgissonar hvort hann hafi brotið stjórnsýslulög , það lítur þannig út í skýrslunni, hvort það er rétt læt ég aðra um að dæma.
Samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í Kópavogi hefur verið mjög gott og leiðinlegt ef það er einhver fjölskyldutengsl að skemma það. Kópavogur hefur verið í stöðugri uppbyggingu síðan þessir flokkar tóku við. Við sem munum hvernig Kópavogur var fyrir tíð þessar manna munum það framtaksleysi sem var við lýð þá.
En þetta er mjög auðvelta að laga svona mál, menn verða að fara að setja sér vinnureglur um að setja allt í útboð smá sem stór verk og hafa allt upp á borðinu.
Við eru hér með frábæran miðill sem er Internetið og bæjarfélagið getur sett það á netið fyrir hvern sem vill fylgjast með hvert peningarnir fara.
Á þessum tímum verða menn að fara að breyta sínum hugsunarhætti og fara að setja fólkið sem það er að vinna fyrir í 1.sætið og hætta þessum vina greiðum og setja reglur um það.
En mér finnst eins og menn og konur ætli að leyfa þessu að líða hjá og við verðum komin á sama reit og fyrir hrun, það má ekki ske þetta er tíminn til breytinga og við verðum að fara að breyta okkar vinnureglum .
Opin og góð stjórnsýsla er gott lýðræði.