25.6.2009 | 20:29
Hver er að segja rétt í Icesavemálinu ?
það er deginum ljósara þegar maður spáir í Icesave að ráðamenn ætluðu ekki að fara dómsmálaleiðina.
Það er hver lögfræðingurinn búin að koma fram og lýsa sínum rökum með eða á móti. Við vitum ef maður fer til tíu lögfræðinga færðu tíu álit og hvað á þá að gera. Fer maður ekki í mál og fær dómsúrskurð. Eiga menn ekki að gera það í þessu máli?
Ráðamenn þjóðarinnar ætluðu að fara pólitísku leiðina, en því miður fyrir okkur þá voru sendir lélegustu samningamenn þjóðarinnar og stærstu mistök íslandssögunar orðin að veruleika.
Og hvað gera menn, þeir vilja veðsetja þjóðina einsog hún væri eitthvað einkafyrirtæki út í bæ.
Það væri gaman ef einhver gæti fært rök fyrir því að við værum ekki að veðsetja mikilvægar eignir ríkisins. Ég hef ekki séð nein almennileg rök um það.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.