Réttlætið mun sigra að lokum

 

Hvað þarf að gerast hjá þessari þjóð til að menn fari að skoða stöðu heimilina í alvöru, það er skrítið að ráðamenn þessara þjóðar eru búnir að viðurkenna að það þarf að gera eitthvað.  En þeir hafa engin svör.  Og á meðan  blæðir heimilum út.  Þeir verða að taka á þessu strax. 

 Svo er það ICESAVE ,maður fær hroll að hugsa um það mál, við verðum að fara að hugsa um hvað muni gerast ef við getum ekki borgað reikninginn, hvernig yrði ástandi þá. Það er bara talað um ef við borgum ekki

hvað muni gerast. Ef við borgum ekki er sagt að lánalínur lokist og við verðum útskrúfuð úr alþjóða samfélaginu, en það er alltaf talað um ef......

Ég hef ekki séð neitt sem bendir á að við verðum útskúfuð sem þjóð, hef ekki séð nein rök fyrir því.

 

Við eru bara 300.000 þúsund sem lifum á Íslandi. Fólk úti í hinum stóra heimi mun sjá að þessar álögur eru úti í hött.

Ég hlynntur því að leita dómsleiðina eða reyna að ná sáttum við Bretana um aðrar leiðir.

Ég er ekki að tala um að skella neinum hurðum á eftir okkur það verður að leysa þetta mál.

 

Og svo er gaman að sjá þessa stjörnulögfræðinga(útrásarlögfræðinga) vera að gagnrýna rannsóknina á bankahruninu hvað eru þessir menn hræddir við, eru þeir ekki saklausir, svo segja þeir í fjölmiðlum.

Við öll hljótum að fagna þessari rannsókn og það verður gaman að sjá hver niðurstaðan verður.

Ég er mjög óþolimóður að eðlisfari, ekkert myndi gleðja mig meira en það væri komin einhver dómur eða einhver væri búin að axla ábyrgð. En sem komið hefur verið lítið um að menn axli ábyrgð en sumir hafa verið látnir sæta ábyrgð.  Vonandi  fer þetta þó að breytast.  Þótt það sé umtalað í þjóðfélaginu að dómsvaldið sé spillt, þá ef ég mikla trú á réttlætið muni að endingu sigra.

 

 

 Réttlætið mun sigra, það þarf bara trúna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband