13.6.2009 | 11:53
Það er gott að búa í Kópavogi
Nú er nú meiri lætin í bæjarstjórn Kópavogs. það er verið að ræða málefni Gunnars I. Birgissonar hvort hann hafi brotið stjórnsýslulög , það lítur þannig út í skýrslunni, hvort það er rétt læt ég aðra um að dæma.
Samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í Kópavogi hefur verið mjög gott og leiðinlegt ef það er einhver fjölskyldutengsl að skemma það. Kópavogur hefur verið í stöðugri uppbyggingu síðan þessir flokkar tóku við. Við sem munum hvernig Kópavogur var fyrir tíð þessar manna munum það framtaksleysi sem var við lýð þá.
En þetta er mjög auðvelta að laga svona mál, menn verða að fara að setja sér vinnureglur um að setja allt í útboð smá sem stór verk og hafa allt upp á borðinu.
Við eru hér með frábæran miðill sem er Internetið og bæjarfélagið getur sett það á netið fyrir hvern sem vill fylgjast með hvert peningarnir fara.
Á þessum tímum verða menn að fara að breyta sínum hugsunarhætti og fara að setja fólkið sem það er að vinna fyrir í 1.sætið og hætta þessum vina greiðum og setja reglur um það.
En mér finnst eins og menn og konur ætli að leyfa þessu að líða hjá og við verðum komin á sama reit og fyrir hrun, það má ekki ske þetta er tíminn til breytinga og við verðum að fara að breyta okkar vinnureglum .
Opin og góð stjórnsýsla er gott lýðræði.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En það er betra að búa í Hafnarfirði
Ásgeir Helgi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 12:16
sæll Ásgeir
Veit að það er gott að búa í Hafnafirði
Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 13.6.2009 kl. 13:14
Það var gott að búa á íslandi, næg vinna og eitthvað að borða, nú er öldinn önnur lítil sem einginn vinna lítið á milli tannana, alt að fara til helvítis.
það voru lögfræðingar sem bjuggu til þessi lög í þessu landi. nú nota þessir djöflar sér ástandið og fara illa með ansi marga.
( það eru kanski til lögfræðingar góðir, en heyrt um heldur fáa) ég hef reyndar ekki góða reynslu af þeim. ég hef heyrt nokkur dæmi um fólk sem hreinlega hefur gefist upp og framið sjálfsmorð út af þessum mönnum. til dæmis bróðir minn. eg hjálpaði honum í nökkur skifti að semja við þennan lögfræðing, eg ætla ekki að nafngreina þennan lögfræðing núna. Hvernig væri að fara skrá þessa lögmenn niður sem stunda sona vinnu,
sem ganga svona langt að tortíma fólki og fela sig bak við lög sem þeir sömdu sjálfir, þétta hljóta að vera hel sýktir menn, eg mæli því með að fólk seigir sinar sögur og nafn greini þessa lögmenn sem eru að fara illa með fólk. ekki leifa þessum lögmönnum að hirða aleiguna af okkur. Sverrir Sverrisson
sverrir sverrisson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.