10.6.2009 | 19:47
Er hún að verða reið?
Nú er Eva Joly að stilla ríkisstjórninni upp við vegg sem er besta mál vona að hún fái það í gegn, hvað Samfylkinguna varðar virðist hún sauðspillt og er að reyna að koma málum þannig fyrir að fría sig allri ábyrgð það er bara benda uppí loftið og reyna að eyða málum útaf borðinu hvað þetta hrun varðar. Skil ég ekki hvað þarf að leyna öllum hlutum fyrir okkur, við virðumst ekkert fá að vita. Enn þessi stjórn lofaði að hafa allt upp á borðinu en þau standa ekkert við það, er þetta bara sýndarmennska og skrípaleikur.
Það þarf eitthvað jákvætt að fara að ske í landi okkar. Við verðum að fara að gera upp þennan kreppudraug svo að við getum farið að snúa okkur að öðrum verkefnum.
Fyrsta verkefnið er að setja fjölskylduna í fysta sætið.Hvernig sem menn gera það, þá verða menn að fara að komast að einhveri niðurstöðu um það!!Það verður að leyfa Eva Joly að klára þetta mál svo það sé hægt að enda þessa vitleysu og koma þessum mönnum í fangelsi sem valdið hafa okkur þjóðargjaldþroti, fyrr fæst ekki sátt í þetta þjóðfélag.
Það má samt með sönnu segja að lífið haldi áframMeginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér Vilhjálmur ÞAÐ ER FOKIÐ Í GÖMLU, Eva Joly þarf að fá þá fjármuni og aðstoð sem hún óskar eftir, til hvers annars er verið að fá hana í þessa vinnu ef ekki er tekið mark á því sem hún segir.
Það þarf að leggja mikinn þunga á þessi mál og draga þessa menn til ábyrgðar eins fljótt og mannlegur máttur fær við ráðið.
Hvað snýr að Samfylkingunni þá er þetta bara eins og búast mátti við af þeim sundrungarflokki (EKKI BENDA Á MIG )
Góðar stundir
Pétur Steinn Sigurðsson, 10.6.2009 kl. 20:49
Ég tek undir með þér þetta er orðinn skrípaleikur og maður vonar stjórnin sjái að sér.
Sigurjón Þórðarson, 10.6.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.