skiptir menntun máli á alþingi??

 

Var að rölta niðri í bæ og hitti þar mann. Við fórum að spjalla um daginn og veginn. Hann segir við mig.   þessir þingmenn eru nú búnar að fara illa með fólkið í landinu.  Nú spyr ég, þetta góða fólk.

Þá fór hann að tala um hvað það væri mikið af hagfræðingum  og lögfræðingum  á þingi, og ég sæi árangurinn  af því.  Viltu þá ómenntað fólk á alþingi spurði ég hann?  Hann sagði nei, en það væri gott að hafa fólk sem kæmi af verkalýðnum og venjulegt fólk sem hefði barist fyrir sínu án þess að hafa fæðst með silfurskeið í munninum.  Þannig þingmennum  myndi hann treysta, hverju myndi það breyta spurði ég?  Þannig fengjum við fólk sem þekkti eitthvað um lífið og tilveruna og gæti barist fyrir því sem það vildi en ekki alið upp af flokkapólitík, þetta var honum auðsjáanlega hjartans mál svo ég ákvað að ræða málið ekkert frekar.  Og þakkaði honum gott spjall.

En nokkrum dögum síðar fór að hugsa um það sem  hann sagði og mér fannst nokkuð til í þess  hjá honum og fór á stúfanna til að athuga hvort ég myndi ekki finna einhvern á þingi sem væri ómenntaður.

þverskurður af menntun þingmanna Íslensku þjóðarinnar er:

 þingmenn á Íslandi sem eru með háskólamenntun ca. 70-75 % Með grunnskólapróf eða annars konar próf ca. 25-30%Þá spyr ég hvað skeði eiginlega með stjórn landsins með allt þetta menntaða fólk.Eru of margir þingmenn háskólamenntaðir?? Vantar ekki meira af fólki með verkmenntun og eða verkamenna/konur á þing??Ég spyr samkvæmt þeirri útkomu sem við lifum við í dag nægir þá ekki ein lögfræðingur og ein hagfræðingur á þing í einu??Myndi það ekki vera til góðs fyrir land og þjóð??  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

menntun fyrir alla...,

Jóna (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Vilhjálmur Sveinn Björnsson

Góð athugasemd

Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 3.6.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband