Þetta er ekki að ganga upp

Þetta er handónýt vinstristjórn. Kannast fólk við slagorðin skjaldborg fyrir heimilin, velferðabrú þetta hljómar auðvita ágætlega í kosningabaráttu en hefur verið einn brandari í reynd.  Þetta er grátlegt að horfa upp á Jóhonnu og Steingrím þau eru ekki að ráð við vanda heimilina, við verðum að fá fólk til valda sem treystir sér í þessi málefni. Ætlar þetta fólk að eyðileggja fólkið sem heldur nánast uppi samfélaginu, halda þau að fólk verði viljugt að borga til samfélagsins þegar samfélagið hefur svipt fjölskyldur öllu sem það hefur verið að vinna fyrir sitt lif.  

Fjölskyldur landsins í fysta sæti!!!!!!!!!


mbl.is Vanskil aukast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur ekkert með hægri eða vinstri að gera.

Það var nú meintur hægri flokkur sem kom okkur í þessa stöðu til að byrja með.

w00t (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:09

2 Smámynd: Vilhjálmur Sveinn Björnsson

Þótt það vilji stöðugt gleymast þá var Samfylkingin í stjórn þegar hrunið var. Auðvita snýst þetta ekki um hægri og vinstri. En það voru þeir flokkar sem eru við stjórnvölinn núna sem bjóða okkur upp á norræna vinstri velferðastjórn þar er aðaláherslan á vinstri velferð. Hvar er þessi vinstri velferð? Snýst hún um það að koma meirihluta íslensku þjóðarinar á höfðið. Koma flestum okkar í biðröð hjá hjálparstofnun kirkjunar þegar við eigum ekki lengur fyrir mat. Við þurfum sameiginlegt afl til að koma okkur upp úr þessu. Ekki stöðugan skotgrafahernað milli manna um hvaða leið eigi að fara. Og svo þurfum við auðvita forsætisráðherra sem talar til fólksins stappar stáli í það en ekki stöðugt í felum. Svo við nefnum nú ekki blessaðan félagsmálaráðherra sem hefur engan skilning á vanda heimilina. Þetta fólk þarf auðvita ekki að hafa áhyggjur þegar það getur opnað sitt launaumslag um hver mánaðarmót og séð fyrir sér og sínum.

Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 17.9.2009 kl. 08:37

3 identicon

Mér finnst bara að það verði að fara að gera eitthvað fyrir heimilin í landinu. Það stefnir í algert óefni í þessum málum. Eftir hverju er verið að bíða? Að fleiri heimili fari á hausinn og að fleiri íslendingar flytjist héðan af landinu? Nei ég bara spyr. Svo sveltur mjög stór hópur hér á landinu. Hópur sem á ekki fyrir mat né öðrum nauðsynjum. Þetta er fáránlegt. Algjörlega ólíðandi. Ég tek undir með þeim sem kommentaði hér fyrstur. Þ.e. að þetta hefur ekkert með vinstri eða hægri stjórn að gera. Það var alveg sama upp á teningnum þegar að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn voru hér við stjórnvölin. Þetta hefur ekkert með þetta að gera.

En eigðu gott kvöld og góða helgi.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband