Vinstri grænir að frelsast

Einsog allt annað hjá Vinstri grænum höfðu þeir einu sinni aðra skoðun á ICESAVE núna vill helmingur flokksins samþykkja þetta en hinir sem vilja en standa við sannfæringu sína eru gagnrýndir harðlega. Megnið af flokknum virðist vera fast í hundaól Samfylkingarinar og geta ekki losnað þaðan. Því ef þeir slíta ólina eru þeir svo hræddir um að þessi flotta norræna vinstri stjórn gæti fallið. Gunguhátturinn er algjör.


mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kanski ekki skrýtið að VG menn og konur og allir heiðarlegir landsmenn séu hræddir við að fá gömlu hákarlana aftur sem lögðu hér allt samviskulaust í rúst og vilja núna ólmir henda þjóðinni inn í restina af svikavefnum sem icesave og ESB er.

En ótti við gömlu klíkurnar er ekki farsælt veganesti. Ekki dugir að láta óttann draga sig áfram í von um lausn. Hér verða allir að standa sterkir og óttalausir með sinni heiðarlegu sannfæringu og almúganum í landinu. Við berum öll ábyrgð á okkar þjóð en ekki bara fáir menn í stjórn.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.8.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin er búin að hóta þeim uppsögn

Sigurður Þórðarson, 12.8.2009 kl. 01:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er skiljanlegt að fólk óttist að fá "gömlu hákarlana" aftur til valda, en nú háttar þannig til að það hafa komið fram fleiri valkostir en gamli úrelti fjórflokkurinn. Það veltur aðeins á kjósendum sjálfum að hafa hugrekki til að velja ekki alltaf það sama af gömlum vana.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2009 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband