Á að jarða Ísland í skuldarfen

Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli að svæfa allt atvinnulíf á íslandi og það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli að samþykkja ICESAVE samningana meðan ástandið er svona slæmt hjá okkur. við verðum að snúa þessari þróun við verðum að koma atvinnulífinu í gang ekki stöðva það.

stefna ríkisstjórnarinnar í öllum málum er kolröng. þessar leiðir hafa verið reyndar áður og ekki virkað.


mbl.is Eignir duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rólegur Jón! Ekki ber ég ábyrgð á þessu! Kannski þú enn ekki ég það er á tæru!

óli (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei ekki þú Vilhjálmur, ekki ég og ekki Jón. Það voru þeir sem stofnuðu til IceSafe með vitund og vilja stjórnvalda sem steyptu okkur í fenið.

Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 12:51

3 identicon

Jón það voru sumir Íslendingar sem komu okkur í þetta skuldafen!
Ég á ekkert í þessum skuldum. Á ekki bíl(a), hús, snjósleða, fjórhjól, sumarbústað, skuldahala(hjólhýsi/fellihýsi) né neitt.. En ég á aftur á móti flugmiða héðan.

asdf (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Vilhjálmur Sveinn Björnsson

Jón ég get ekki falist á þau rök að íslendingar hafa komið sér í skuldafen það er landsbankinn sem ber ábyrðina fyrst og fremst

Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 22.6.2009 kl. 14:10

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þá reynir á hverskonar pappír Tryggvi Þór Herbersson er í stjórnmálum. 

"Hann viðurkennir að sjálfstæðismenn hafi í raun rutt veginn með því að samþykkja að semja um greiðslur vegna Icesave reikninganna án þess að málið fari fyrir dómstóla. Íslendingum hafi verið stillt upp við vegg af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu vegna EES samningsins og aðeins hafi verið samþykkt að fara samningaleiðina.

Við grófum okkar eigin gröf fyrir löngu... því miður

Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2009 kl. 14:14

6 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Jón þú ætlar kannski að fullyrða það líka að þjóðin beri ábyrgð á gjörningi aumingja gröfusmiðsins sem reif húsið sitt um daginn, þetta er nú ekki alveg svona einfalt þó svo að veröldin hjá þér sé í svarthvítu

 Góðar stundir.

Pétur Steinn Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 17:09

7 identicon

Sæll Villi..  

sverrir sverrisson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 21:03

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Vilhjálmur. Þetta er vist allt saman þáttur í IMF pakkanum. Kröfurnar eru: við verðum að semja um Ice-Save, við verðum að ganga í ESB (sem var ósköp þægilegt fyrir Samfylkinguna). Við verðum að leggja álögur á láglaunafólk meðan hinir geti lifað án sinna áhyggna.

Það er alltaf sama sagan! Atburðir sem á Íslandi gerast í fjármálaheiminum lenda alltaf verst á þeim sem eiga minnst peningana......

Allt sem Ríkisstjórn ætlar sér að gera til að rétta við úr vandanum hefur verið reynt áður og ekki gengið...........

Við borgum ekki fyrir skuldir sem óreiðu og fjárglæframenn hafa sett okkur í! Það er á hreinu.........

Það besta sem Ísland getur gert er að fólkið sjálft tæki sig saman um að vinna landið út úr vandanum. En fyrst þarf að setja í gang varnarpakka fyrir almenning! Tryggingu að héðan af munu þeir sem eru vinnandi afl í landinu og mest verðmætaskapandi þurfi ekki að lenda í auknum erfiðleikum við aðgerða ríkisstjórnar.......Þaðan í frá getum við tekið okkur saman og byrjað, en aðeins eftir það að hafa trygginguna! 

Þetta gætum við tekið okkur saman og gert sjálfir án afskipta frá öðrum! Tökum saman höndum og vinnum saman utan ESB. Ekkert kjaftæði...........

Guðni Karl Harðarson, 23.6.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband