Heimilin og fólkið

 

Já það er mikið í fréttum þessa dagana var að lesa frétt um að „Staða heimilanna væri verri en rætt var um á þingi“  (fréttin er hér).  Ég furða mig á hvernig Jóhanna  forsætisráðherra getur komið fram og sagt að staða heimilina er ekki svo slæm, kona sem er með svona mikla reynslu í félagsmálum og setið svona lengi á þingi. Maður spyr sjálfan sig hvort hún búi í sama landi og ég, les hún ekki fréttir í blöðunum eða fer hún ekkert á bloggið. Þau félagasamtök sem starfa fyrir heimilin og aðstoða fólk hafa verið að ræða hvað mikið af fólki sé atvinnulaust og geti ekki borgað skuldir sínar. Svo er það blessuð verðbólgan, verðtryggingin, og erlendu lánin sem eru að kollsteypa heimilinum.

 

  Það getur ekki verið erfitt að fá skýrslu um ástandið eins og það er!!!!!

 

Réttum heimilunum hjálparhönd

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband