Réttlætið mun sigra að lokum

 

Hvað þarf að gerast hjá þessari þjóð til að menn fari að skoða stöðu heimilina í alvöru, það er skrítið að ráðamenn þessara þjóðar eru búnir að viðurkenna að það þarf að gera eitthvað.  En þeir hafa engin svör.  Og á meðan  blæðir heimilum út.  Þeir verða að taka á þessu strax. 

 Svo er það ICESAVE ,maður fær hroll að hugsa um það mál, við verðum að fara að hugsa um hvað muni gerast ef við getum ekki borgað reikninginn, hvernig yrði ástandi þá. Það er bara talað um ef við borgum ekki

hvað muni gerast. Ef við borgum ekki er sagt að lánalínur lokist og við verðum útskrúfuð úr alþjóða samfélaginu, en það er alltaf talað um ef......

Ég hef ekki séð neitt sem bendir á að við verðum útskúfuð sem þjóð, hef ekki séð nein rök fyrir því.

 

Við eru bara 300.000 þúsund sem lifum á Íslandi. Fólk úti í hinum stóra heimi mun sjá að þessar álögur eru úti í hött.

Ég hlynntur því að leita dómsleiðina eða reyna að ná sáttum við Bretana um aðrar leiðir.

Ég er ekki að tala um að skella neinum hurðum á eftir okkur það verður að leysa þetta mál.

 

Og svo er gaman að sjá þessa stjörnulögfræðinga(útrásarlögfræðinga) vera að gagnrýna rannsóknina á bankahruninu hvað eru þessir menn hræddir við, eru þeir ekki saklausir, svo segja þeir í fjölmiðlum.

Við öll hljótum að fagna þessari rannsókn og það verður gaman að sjá hver niðurstaðan verður.

Ég er mjög óþolimóður að eðlisfari, ekkert myndi gleðja mig meira en það væri komin einhver dómur eða einhver væri búin að axla ábyrgð. En sem komið hefur verið lítið um að menn axli ábyrgð en sumir hafa verið látnir sæta ábyrgð.  Vonandi  fer þetta þó að breytast.  Þótt það sé umtalað í þjóðfélaginu að dómsvaldið sé spillt, þá ef ég mikla trú á réttlætið muni að endingu sigra.

 

 

 Réttlætið mun sigra, það þarf bara trúna

Það er gott að búa í Kópavogi

 

 

Nú er nú meiri lætin í bæjarstjórn Kópavogs. það er verið að ræða málefni Gunnars I. Birgissonar hvort hann hafi brotið stjórnsýslulög , það lítur þannig út í skýrslunni, hvort það er rétt læt ég aðra um að dæma.

Samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í Kópavogi hefur verið mjög gott og leiðinlegt ef það er einhver fjölskyldutengsl  að skemma það. Kópavogur hefur verið í stöðugri uppbyggingu síðan þessir flokkar tóku við. Við sem munum hvernig Kópavogur var fyrir tíð þessar manna munum það framtaksleysi sem var við lýð þá.

En þetta er mjög auðvelta að laga svona mál, menn verða að fara að setja sér vinnureglur um að setja allt í útboð smá sem stór verk og hafa allt upp á borðinu.

Við eru hér með frábæran miðill sem er Internetið og bæjarfélagið getur sett það á netið fyrir hvern sem vill fylgjast með hvert peningarnir fara.

Á þessum tímum verða menn að fara að breyta sínum hugsunarhætti og fara að setja fólkið sem það er að vinna fyrir í 1.sætið og hætta þessum vina greiðum og setja reglur um það.

En mér finnst eins og menn og konur ætli að leyfa þessu að líða hjá og við verðum komin á sama reit og fyrir hrun, það má ekki ske þetta er tíminn til breytinga og við verðum að fara að breyta okkar vinnureglum .

 

Opin og góð stjórnsýsla er gott lýðræði.

  

NÚ ER TRAUSTIÐ Á..........

 

 

Nú ætlar ríkisstjórnin að að treysta á að Sjálfstæðisflokkinn greiði atkvæið með ICESAVE og bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sökina, þvílík ríkistjórn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið við stjórnvölinn þegar þetta mál kom fyrist inn á borð ríkisstjórnarinar, hefur þessi ríkisstjórn ekkert geta sýnt né sannað að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sök á þessari útkomu. Ég hef nú aðallega orðið var við að S varvar Gestson formaður samningarnefndarinar hreyki sér af þessu og eigni sér þessa frábæru útkomu. Ég hugsa að það eigi eftir að koma Jóhönnu á ávart að það verði  þarna Sjálfstæðismenn sem hlusti á vilja þjóðarinar sem vill ekki borga og vill fá sanngjarna málsmeðferð. Þar sem velferð okkar Íslendinga verði sett í 1 sæti en ekki í það síðasta.

Ég vona að þessi samningur verði felldur á þingi, er sannfærður um að það sé hægt að ná annari lausn á þessu máli.   

 

  Komandi kynslóðir eiga það inni hjá okkur


Er hún að verða reið?

 

 

Nú er Eva Joly að stilla ríkisstjórninni upp við vegg sem er besta mál vona að hún fái það í gegn, hvað Samfylkinguna varðar virðist  hún sauðspillt og er að reyna að koma málum þannig fyrir að fría sig allri ábyrgð það er bara benda uppí loftið og reyna að eyða málum útaf borðinu hvað þetta hrun varðar. Skil ég ekki hvað þarf að leyna öllum hlutum fyrir okkur, við virðumst ekkert fá að vita. Enn þessi stjórn lofaði að hafa allt upp á borðinu en þau standa ekkert við það, er þetta bara sýndarmennska og  skrípaleikur.

 

Það þarf eitthvað jákvætt að fara að ske í landi okkar.  Við verðum að fara að gera upp þennan kreppudraug svo að við getum farið að snúa okkur að öðrum verkefnum.

 Fyrsta verkefnið er að setja fjölskylduna í fysta sætið.Hvernig sem menn gera það, þá verða menn að fara að komast að einhveri niðurstöðu um það!! 

Það verður að leyfa Eva Joly að klára þetta mál svo það sé hægt að enda þessa vitleysu og koma þessum mönnum í fangelsi sem valdið hafa okkur þjóðargjaldþroti, fyrr fæst ekki sátt í þetta þjóðfélag. 

 Það má samt með sönnu segja að lífið haldi áfram

Fagurt Ísland

Jæja það er nú meiri lætin í þessu þjóðfélagi og þingmenn virðast vera að draga niður þjóðina með neikvæðni og skuldabagga sem engin sér fyrir endan á. En við erum fólk með sálir og mér langar að minna á landið okkar sem er það fallegasta  í heimi og hér eru nokkrar myndir af því.

Sjáumst síðar

IMG 9943IMG 9963

IMG 9980IMG 9983


Framtíð okkar er ekki í góðum höndum

 

 

Það er ekki gott sem er að ske með undirritun Icesave skuldarinar, maður skilur ekki hvað vakir fyrir ráðamönnum þessara þjóða, að fullyrða að þetta sé eina leiðin og ef við gerum þetta ekki  sé landið glatað, og með því færum  við mörg ár aftur í tímann. Ég neita svona málflutningi. Við getum farið aðrar leiðir.

Hver er viðsnúningurinn  í þessu máli hvernig stendur á því að ríkisstjórnin snúi við blaðinu og segir að við eigum að ábyrgjast  Icesave þegar við erum með álit lögfræðinga sem segja að við þurfum ekki að borga!!!

 Hefur ekkert verið að marka Steingrím J. Sigfússon Fjármálaráðherra og það sem hann segir og vitna ég í viðtöl sem hafa verið tíð við hann, svo á maður að treysta því sem þessi maður gerir eða þessi ríkisstjórn!!!

 þjóðin er búin að lifa í þessu landi 1100 ár og það hefur gengið á ýmsu og við höfum náð miklum árangri í að gera þetta land það besta í heimi með miklum dugnaði og hörku

Við meikum ekki láta 35 aðila eyðileggja það sem við erum búin að gera fyrir þetta land.

 Skuldir þjóðarinar eru verða c.a 105% af þjóðarframleiðslu og hver einasti maður sér að þetta er ekki framkvæmanlegt.

Við verðum að berjast og standa saman og ekki leyfa þeim að gera þetta við okkur

   

Hvar er þjóðarstoltið?????


Svartur dagur í Íslandssögunni.

 

Þá er búið að undirrita ICESLAVEreikninga. Þetta er svartur dagur í sögu okkar.

Ég las það í frétt að Steingrimur sagði fullreynt að ná sáttum í þessu máli.

Ég trúi því ekki að við hefðum ekki getað náð betri samningum og ég skil ekki hvernig hægt sé að fullyrða svona að við hefðum ekki getað fengið betri útkomu ef við hefðum reynt aðrar leiðir t.d dómsstóla leiðina.

Aflverju megum við ekki vita hvað stendur bakvið þetta t.d hvað með þessar eigur Landsbankans afhverju taka Bretar þær ekki upp í þetta. Ef þetta eru svona góðar eignir. Og hvernig er hægt að réttlæta það að láta 50 milljarða af okkar peningum liggja án vaxta inn á reikningi hjá Bretunum, ekki komust við upp það að borga enga vexti.

Að lokum vill ég minna þessa ríkisstjórn á, hvar eru loforðin um það að allt sé upp á borðinu og algjört gegnsæi í þeim málum sem okkur varða semsagt Íslensku þjóðarinnar.........?


Punkturinn yfir I. (ICESAVE)

 

Þá er loksins komið að þessu að vinstri menn komu með ICESAVELAUSNINA og núna á þjóðin að kvitta upp á 680 milljarða. Ég hafna þessu alfarið. Ríkið á ekki að veita ríkisábyrgð fyrir þessari upphæð. Ef eignir Landsbankans eru svona gríðarlega verðmætar ættu Bretar að geta tekið þær en ætli þær séu ekki verðlausar einsog allt annað í þessu árferði.

Ef þetta er eingöngu aðgöngumiði inn í ESB þá er hann dýrum dómi keyptur!!

Við eigum ekki að borga þessar skuldir. Vegna þess að við bárum enga ábyrgð á þeim. Ef Íslendingur ætlaði að fá yfirdráttarheimild hjá banka hér á landi þurfti hann að samþykkja það með sinni undirskrift og útvega sér ábyrgðarmann eða veðsetja fasteign sína fyrir því.

Hvar er mín undirskrift fyrir þessum gjörning. Sá spyr sem ekki veit!!


Er vinstri stjórn mistök?

 

 

Jæja þá sjáum við glæsilega lækkun stýrivaxta. Vinstri menn mæta í viðtöl og skilja ekkert í þessu. Þeir telja sig hafa látið Seðlabankanum í té öll þau gögn sem þeir þurftu til að lækka vextina.

 

Og hver er útkoman :

Ekki eru tillögunar góðar fyrst Seðlabankinn treysti sér ekki til lækka stýrivexti na um meira en 1%!!!!

Fyrirtækin í landinu eru að sligast undan þessari vaxtastefnu !!!!

Verkalýðsleiðtogar og forsvarsmenn atvinnurekanda  eru að draga sig frá samningaborðinu !!!!!!

Fyrirtæki  segja upp fólki !!!!

Það verður engin launahækkun!!!

Steingrímur boðar frekari  hækkun skatta!!!!

Landið er að fara í miklu dýpri kreppu heldur en þurfti !!!!!

Hvað þurfa mörg fyrirtæki að fara á hausin til að vinstri menn vakni????

Og hvað mörg heimili þurfa mörg heimili að fara á hausin til að Jóhanna vakni??????

  

Er það vinstri stefnan sem getur komið okkur upp úr þessum öldudal?

Ég vona að þeim takist það, en þessi stefna hjá þeim virðist ekki vera að virka´.

Og tíminn er naumur.

Ef við eigum að komast upp úr þessu verðum við sækja fram og koma atvinnulífinu í gang. Íslenska þjóðin þarfnast þess að fá von og trú á framtíðina, þrátt fyrir þá erfiðleika sem við stöndum fram fyrir í dag. Ég kalla eftir framtíðarsýn.

 

skiptir menntun máli á alþingi??

 

Var að rölta niðri í bæ og hitti þar mann. Við fórum að spjalla um daginn og veginn. Hann segir við mig.   þessir þingmenn eru nú búnar að fara illa með fólkið í landinu.  Nú spyr ég, þetta góða fólk.

Þá fór hann að tala um hvað það væri mikið af hagfræðingum  og lögfræðingum  á þingi, og ég sæi árangurinn  af því.  Viltu þá ómenntað fólk á alþingi spurði ég hann?  Hann sagði nei, en það væri gott að hafa fólk sem kæmi af verkalýðnum og venjulegt fólk sem hefði barist fyrir sínu án þess að hafa fæðst með silfurskeið í munninum.  Þannig þingmennum  myndi hann treysta, hverju myndi það breyta spurði ég?  Þannig fengjum við fólk sem þekkti eitthvað um lífið og tilveruna og gæti barist fyrir því sem það vildi en ekki alið upp af flokkapólitík, þetta var honum auðsjáanlega hjartans mál svo ég ákvað að ræða málið ekkert frekar.  Og þakkaði honum gott spjall.

En nokkrum dögum síðar fór að hugsa um það sem  hann sagði og mér fannst nokkuð til í þess  hjá honum og fór á stúfanna til að athuga hvort ég myndi ekki finna einhvern á þingi sem væri ómenntaður.

þverskurður af menntun þingmanna Íslensku þjóðarinnar er:

 þingmenn á Íslandi sem eru með háskólamenntun ca. 70-75 % Með grunnskólapróf eða annars konar próf ca. 25-30%Þá spyr ég hvað skeði eiginlega með stjórn landsins með allt þetta menntaða fólk.Eru of margir þingmenn háskólamenntaðir?? Vantar ekki meira af fólki með verkmenntun og eða verkamenna/konur á þing??Ég spyr samkvæmt þeirri útkomu sem við lifum við í dag nægir þá ekki ein lögfræðingur og ein hagfræðingur á þing í einu??Myndi það ekki vera til góðs fyrir land og þjóð??  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband